Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 904 svör fundust

Hvað geta fiskar í hafinu orðið gamlir?

Alls eru nú þekktar yfir 20 þúsund tegundir fiska. Það er mjög misjafnt eftir tegundum hversu gamlir fiskar geta orðið, allt frá nokkrum mánuðum upp í áratugi. Sennilega er skammlífasti fiskurinn kóral-dverg-kýtlingurinn (Eviota sigillata). Þessi smái fiskur sem fullvaxinn er ekki meira en 3 cm að lengd verður va...

Nánar

Hver fann upp golf?

Margir halda að golf hafi verið fundið upp í Skotlandi. Ástæðu þess má rekja aftur til ársins 1457, en þá sendi skoska þingið frá sér ályktun þess efnis að banna ætti bæði fótbolta og golf (futbawe and ye golf) sökum þess að slíkar íþróttir væru til einskis nýtar. Nú eru menn farnir að efast um að ofangreind þi...

Nánar

Er nafnið Snorre upprunalegra en Snorri?

Bókstafurinn –e í Snorre stendur í algerri bakstöðu. Forngermanskt –i í bakstöðu varð í forníslensku mjög snemma og fyrir ritun íslenskra heimilda að –e, samanber geste, hirþe í stað gesti, hirði. Þegar fyrir 1250 kom –i inn aftur í stað –e þótt fyrri ritháttinn megi sjá mun lengur í sumum handritum. Samkvæmt þess...

Nánar

Hver er uppruni orðtækisins 'rúsínan í pylsuendanum'?

Spurningin í heild var sem hér segir:Hver er uppruni orðtækisins rúsínan í pylsuendanum? Hefur það einhvern tíma verið til siðs að setja rúsínu í pylsur? Í söfnum Orðabókar Háskólans eru dæmi um orðasambandið rúsínan í pylsuendanum úr nútímamáli. Eldri dæmi eru þó til um rúsínu í endanum um eitthvað gott, eitthva...

Nánar

Hvenær fengu allir fullorðnir kosningarétt á Íslandi?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hvernig þróaðist kosningaréttur almennings á Íslandi til Alþingis á fyrri öldum? Hvenær fengu karlar almennt kosningarétt? Hver voru skilyrði fyrir kosningarétti fyrir 1915? Hve stór hluti karla fékk kosningarétt 1915? Hvernig voru skilyrði kosningaréttar þá? Hvað voru margir kar...

Nánar

Hvað er Eldri-Edda, Sæmundaredda og Edda hin minni?

Eddukvæði finnast nær eingöngu í þremur heimildum. Flest eru varðveitt í íslenska handritinu Konungsbók eddukvæða (GKS 2365) frá því um 1270. Einnig eru eddukvæði í Snorra-Eddu en hún er meðal annars varðveitt í handritinu Konungsbók Snorra-Eddu (GKS 2367), frá því snemma á 14. öld. Enn fremur finnast eddukvæði í ...

Nánar

Er betra að vera piparsveinn en piparmey?

Því er oft haldið fram, og það með réttu, að munur sé á blæ orðanna piparsveinn og piparmey. Heimildir um piparsveininn eru mun eldri og að minnsta kosti frá 16. öld. Orðið er fengið að láni úr dönsku, pebersvend, og var þar notað um ógifta farandsala sem versluðu með ýmsan smávarning, einkum pipar. Þeir voru a...

Nánar

Hvaðan kemur orðið agúrka?

Skafti spurði sérstaklega um gúrku: Af hverju er gúrka ýmist kölluð gúrka eða agúrka? Hvort er rétt að segja eða er þetta ekki sama tegund? Orðið agúrka barst hingað úr dönsku agurk sem fengið er úr lágþýsku agurke sem aftur fékk orðið um pólsku ogórek, úr nýgrísku angouri. Í eldri grísku hét grænmetið ango...

Nánar

Hvað eru margir bílar í Reykjavík?

Á heimasíðu Hagstofunnar er að finna upplýsingar um fjölda skráðra ökutækja á Íslandi og má þar sjá tölur fyrir mörg af stærri sveitarfélögum landsins. Því miður eru nýjustu upplýsingarnar frá árinu 2006 en gera má ráð fyrir að bílum hafi fjölgað eitthvað á landinu síðan þá þar sem gengi krónunnar var innflytjendu...

Nánar

Hvað verða gíraffar gamlir?

Þegar svara á spurningu sem þessari verður að taka með í reikninginn að villt dýr verða sjaldan mjög gömul. Lífsbaráttan í náttúrunni er hörð og það er sjaldgæft að villt dýr nái háum aldri áður en þau lenda í klónum á rándýrum, verða fyrir fæðuskorti eða öðrum áföllum. Það er því best að átta sig á mögulegum h...

Nánar

Fleiri niðurstöður